Syngja fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja í kvöld
Jólatónleikar til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja verað í stapanum í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. desember, kl. 20:00. Þar koma fram Eldey kór eldri borgara á Suðurnesjum, Karlakór Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju, Kvennakór Suðurnesja, Sönghópur Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr.