Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 1. ágúst 2002 kl. 10:53

Sýndu listir sýnar á sæþotum

Það var skemmtilega sjón sem blasti við þeim er keyrðu Hafnargötuna í gær en þá voru tveir ofurhugar að leika sér á sæþotum rétt fyrir utan grjótgarðinn. Fjöldi fólks hópaðist saman á bílum sínum til að bera drengina augum og notuðu þeir tækifærið og sýndu nokkur skemmtileg tilþrif. Talsverður áhugi virðist vera að vakna fyrir slíkum tækjum enda er þetta ekki í fyrsta skiptið sem sæþotur sjást á ferð á þessum slóðum í góðu veðri. Hægt er að hafa samband við Hótel-Keflavík fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa slík tæki en þeir eru t.d. með hvalaskoðun á sæþotum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024