Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Synda frá Innri-Njarðvík út í Gróf!
Miðvikudagur 2. september 2009 kl. 14:54

Synda frá Innri-Njarðvík út í Gróf!


Sundmenn  ÍRB í samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes ætla að fara í áheitasöfnun á Ljósanótt til styrktar sundfólki vegna útgjalda af æfinga- og keppnisferðum á árinu.

Næstkomandi föstudag munu sundmenn ÍRB synda með aðstoð og eftirfylgni björgunarsveitarinnar  Suðurnes frá Víkingaheimum yfir í smábátahöfnina í Grófinni, þ.e. frá Íslendingi  til Skessunnar.

Tveir fylgdarbátar frá björgunarsveitinni Suðurnes munu fylgja sundmönnum afrekshóps ÍRB á leiðinni en þeir munu skiptast á og synda tveir í einu í 10-15 mínútur  í senn.

Áætlað er að fara af stað kl 15: 30  frá Víkingaheimum og koma að landi um það bil 1 - 2 klst. síðar, allt eftir aðstæðum.

Sundmenn vonast eftir góðu veðri og ljúfum straumum bæði frá íbúum bæjarins þegar þau safna áheitum sem og Ægi konungi þegar þau eru á sundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024