Sykursjúkir á Suðurnesjum stofna deild í kvöld
Ákveðið hefur verið að stofna deild innan Samtaka sykursjúkra á Suðurnesjum. Er það Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem steig fyrsta skrefið í átt að stofnun deildarinnar og boðaði til fundar milli aðila á Suðurnesjum og Samtaka sykursjúkra.
Ákveðið var á þeim fundi að haldinn yrði stofnfundur miðvikudaginn 7. maí kl. 20 í húsnæði Kiwanisklúbbsins í Garðinum, nánar tiltekið Heiðartúni 4.
Á fundinum mun Funi Sigurðsson sálfræðingur halda erindi um mikilvægi þess að hafa félagsskap af öðrum í svipuðum sporum.
Eru félagsmenn á Suðurnesjum sem og aðrir hvattir til að mæta.