Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

SXSXSX með lag frá grunni á 10 mínútum
Björn Valur. Mynd úr VF safni.
Fimmtudagur 17. nóvember 2016 kl. 17:04

SXSXSX með lag frá grunni á 10 mínútum

-í vefþættinum Takt við tímann

SXSXSX er tónlistartvíeyki skipað þeim Birni Val Pálssyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni. Vefþátturinn „Takt við tímann“ fékk SXSXSX til að semja lag á aðeins tíu mínútum. Þátturinn er tekinn upp í einni töku og er áhugavert og skemmtilegt að sjá hvernig tónlistarmennirnir búa til lagið skref fyrir skref. Hægt er að sjá afraksturinn í myndbandi hér að neðan eða á vefsíðunni albumm.is.

Björn Valur er frá Grindavík og hefur verið plötusnúður fyrir rappsveitina Úlf Úlf en Helgi Sæmundur er einn stofnenda þeirrar sveitar. Víkurfréttir tóku viðtal við Björn fyrr á árinu en hann útskrifaðist sem dúx úr námi í svokallaðri pródúseringu frá skóla í Los Angeles. Hann hefur einnig unnið mikið með Emmsjé Gauta og á nokkur lög af nýjustu plötu hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn og Helgi stofnuðu nýlega sveitina SXSXSX og hefur lag þeirra, Up Down ásamt Milkywhale, náð miklum vinsældum og sat meðal annars í tvær vikur á toppi vinsældarlista Rásar 2. Von er á þeirra fyrstu plötu á næstu mánuðum.