Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 24. apríl 2002 kl. 08:41

Svuntuklæddir frambjóðendur Samfylkingarinnar

Síðastliðinn föstudag þann 19. apríl stóðu frambjóðendur Samfylkingarinnar í vöfflubakstri við undirleik harmoníkkuleikara í kosningarmiðstöð sinni að Hólmgarði 2 og þáði fjöldi gesta vöfflur með rjóma og rjúkandi kaffi. Vöfflur alla föstudaga
Frambjóðendur s-listans hafa staðið í vöfflubakstri alla föstudaga frá því að fólkið valdi listann í opnu prófkjöri þann 25. mars og munu frambjóðendurnir baka í Hólmgarði alla föstudaga milli 16:00 og 18:00 fram að kosingum þann 25. mai og eru allir bæjarbúar hjartanlega velkomnir. Því er tilvalið að líta við í miðju föstudagsamstrinu og fá sér tíu dropa. Kosningamiðstöðin Hólmgarði er opin alla virka daga milli 16:00 og 19:00 og laugardaga 12:00-14:00

Stefnan unnin með fólkinu
Stefnuskrá Samfylkingarinnar sem hefur verið unnin í samráði við bæjarbúa á málefnafundum sem hafa veðið haldnir í apríl og var síðasti fundurinn á mánudaginn 22. apríl. Frambjóðendur eru að leggja lokahönd á þá vinnu nú í vikunni og verður stefnuskrá Samfylkingarinnar formlega kynnt fyrir félögum hennar laugardaginn 27. apríl. Á laugardaginn verður vefsíða Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ s-listinn.is einnig opnuð. Í byrjun næstu viku munu frambjóðendur kynna stefnuskránna fyrir bæjarbúum og bera hana út í hvert hús í bænum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024