Svona var stemmningin á ATP - Myndband
All Tomorrow’s Parties tónlistarhátíðin fór fram á Ásbrú fyrir skömmu og þótti takast sérstaklega vel. Nú þegar er undirbúningur hafinn fyrir hátíðinni á næsta ári og er ljóst að hún verður eflaust stærri í sníðum þá.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig stemmningin var á ATP í ár. Á þriðja þúsund tónleikagesta sótti hátíðina sem fékk mjög góða dóma í innlendum og erlendum fjölmiðlum.