Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Svölurnar selja jólakort
Sigríður Jóna Jónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Oddný Nanna Stefánsdóttir og Oddný Björgólfsdóttir. VF-mynd/dagnyhulda
Þriðjudagur 8. nóvember 2016 kl. 06:00

Svölurnar selja jólakort

- Safna fyrir Grensásdeild

Góðgerðafélag flugfreyja og flugþjóna, Svölurnar, hefur undanfarin ár selt jólakort og látið ágóðann renna til góðra málefna. Í ár verður engin undantekning á og eru jólakortin komin í sölu. Ágóðinn mun renna til Grensásdeildar. Hér á Suðurnesjum verða kortin seld í Álnabæ, á Nesvöllum, hjá HSS, Lyfju Krossmóa og hjá Lyfju í Grindavík.

Félagið var stofnað fyrir 43 árum síðan með það að markmiði að viðhalda vináttu sem myndast hefur í starfinu. Félagsmenn eru um 300. Í gegnum tíðina hafa Svölurnar styrkt ýmsa sem þurft hafa á hjálp að halda en ekki átt rétt á opinberum styrkjum, svo sem langveik börn með sjaldgæfa sjúkdóma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kortin í ár voru hönnuð hjá Prentmennti undir handleiðslu stjórnar Svalanna. Þau eru tvenns konar, hvít með bláum hnetti og rauð með gullnu jólatréi. Í tilkynningu frá Svölunum segir að þær voni að Suðurnesjamenn taki vel á móti þeim og styrki starfið vel líkt og undanfarin ár.