Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Svitaperlur og stuð í Stapanum á Bergáskvöldi
Mánudagur 19. maí 2003 kl. 12:01

Svitaperlur og stuð í Stapanum á Bergáskvöldi

Það var gríðarlegt stuð í Stapanum á laugardagskvöldi þegar hið árlega Bergáskvöld var haldið. Allir miðar á Bergásballið seldust upp og var stemningin svakaleg. Allir voru í sínu besta spariskapi og fólk var komið til að dansa. Til að gefa gestum færi á því að komast í ekta sveitaballastemningu var sett upp tjald bakvið Stapann og þar var svo sannarlega fjör í fólki. Rúnar Róberts og félagar spiluðu gömlu diskólögin við frábærar undirtektir og var dansgólfið stappað fram á nótt. Gestir voru almennt sammála um að þetta hafi verið besta Bergáskvöld til þessa. Hér má sjá myndasyrpu af stemningunni í Stapanum.VF-ljósmyndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024