Svipmyndir frá þrettándanum í Reykjanesbæ
Það var fjölmennt á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Árleg þrettándahátíð var haldin við Hafnargötuna þar sem fjöldi fólks safnaðist saman ásamt kynjaverum ýmiskonar. Engin brenna var að þessu sinni en flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes var með glæsilegasta móti.
Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á þrettándagleðinni.
Hér má sjá myndasafn frá hátíðarhöldunum!
Már Gunnarsson spilaði og söng frumsamið jólalag.
Þessi furðuvera mætti á þrettándagleðina í Reykjanesbæ.