Svipmyndir frá Öskudegi
Öskudagurinn var í gær og skemmtu ungir sem eldri sér við heðfbundna iðju sem á þeim degi ber. Eftir að hafa sungið fyrir nammi um bæinn þveran og endilangan skemmtu krakkarnir sér við ýmislegt sprell og að sjálfsögðu var kötturinn svokallaði (sem er alls ekki köttur) sleginn úr tunnunni. Það segir kannski sitt um tíðarandann að heimtilbúið gervi var áberandi í skrautlegri flóru öskudagsbúninga þetta árið. Ánægja barnanna var samt engu minni en áður.
Svipmyndir frá Reykjaneshöll í gær eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vf.is.
VFmynd/elg.