Svipmyndir frá Náttúruviku
Náttúruviku á Suðurnesjum lauk um helgina með gönguhátíð í Grindavík. Vikan þótti takast með miklum ágætum en í öllum sveitarfélögum var boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem útivist og náttúruskoðun var í öndvegi.
Á ljósmyndavef Víkurfrétta eru komnar inn svipmyndir frá Náttúruvikunni sem okkur hafa borist. Kunnum við ljósmyndurunum bestu þakkir fyrir.