Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Svipmyndir frá minningartónleikum um Rúnar Júlíusson
Mánudagur 4. maí 2009 kl. 17:00

Svipmyndir frá minningartónleikum um Rúnar Júlíusson


Svipmyndir frá minningartónleikum um Rúnar Júlíusson, sem fram fóru í Laugardalshöll á laugardaginn, eru komnar hér inn á vf.is. Landslið tónlistarmanna var samankomið í troðfullri höllinni en um 3000 manns voru á tónleikunum og salurinn þétt setinn.

Tónleikarnir þóttu takast einstaklega vel og fá mikið lof áheyrenda sem margir hafa tjáð tilfinningar sínar á Facebook-samskiptavefnum. Þar lýsir fólk bæði gleði og ánægu sinni og því að oft hafi tárin streymt fram.

Tónleikarnir munu aðeins lifa í minningunni því þeir verða ekki gefnir út á DVD. Þeir voru þó bæði hljóðritaðir og kvikmyndaðir, en aðeins til varðveislu.

Myndir frá tónleikunum eru í ljósmyndasafninu hér á vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024