Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Svipmyndir frá menningarkvöldi
Föstudagur 7. nóvember 2014 kl. 10:53

Svipmyndir frá menningarkvöldi

– sem NFS og Vox Arena héldu í Stapa í gærkvöldi

Menningarkvöld Vox Arena og NFS, sem er nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, var haldið í Stapanum í gærkvöldi. Þar voru haldnar tískusýningar frá Krummaskuði, Gallerí Keflavík, Kóda og fatahönnunarnemendum í FS. Þá var sýnd myndlist eftir nemendur skólans.

Björn Bragi úr Mið-Íslandi var með uppistand og trúbator mætti á svæðið. Ljósmyndari Víkurfrétta mætti einnig á svæðið en alltof alltof seint. Hann náði þó meðfylgjandi myndum.















Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson