Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Svipmyndir frá Listahátíð barna í Reykjanesbæ
Börnin lærðu dansspor framan við Duus Safnahús.
Mánudagur 6. maí 2019 kl. 09:49

Svipmyndir frá Listahátíð barna í Reykjanesbæ

Listahátíð barna stendur nú yfir í Reykjanesbæ en hún var sett með pompi og prakt í fjórtánda sinn sl. fimmtudag. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 7 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 
Duus Safnahús eru undirlögð undir listsýningar leik-, grunn- og listnámsbrautar framhaldsskólans sem hafa unnið hörðum höndum stóran part úr vetri að verkefnum sínum. Yfirskrift sýninganna í ár er Hreinn heimur – betri heimur og hafa krakkarnir kafað ofan í viðfangsefnið og fræðst um nýtingu, endurvinnslu, grænu tunnuna, plastnotkun og fleiri af þeim brýnu málefnum. Verkefni þeirra var að sjá fyrir sér hreinni heim – betri heim og verður áhugavert að sjá lausnir þeirra settar fram á listrænan hátt.
 
Meðfylgjandi myndir (sjá safn að neðan) voru teknar sl. laugardag.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Listahátíð barna 2019