Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

  • Svipmyndir frá kjöri íþróttamanns Sandgerðis
  • Svipmyndir frá kjöri íþróttamanns Sandgerðis
Fimmtudagur 6. mars 2014 kl. 10:20

Svipmyndir frá kjöri íþróttamanns Sandgerðis

Íþróttamaður Sandgerðis 2013 er Karel Bergmann Gunnarsson taekwondomaður en kjörinu var lýst miðvikudaginn 5. mars í Samkomuhúsinu í Sandgerði.

Karel vann til 14 verðlauna á árinu 2013 og þar af þrjá íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Karel sýnir ótæmandi áhuga á æfingum og heilbrigðu líferni. Karel mætir á allar æfingar, æfingabúðir og aukaæfingar, er fyrstur á æfingar og síðastur út af þeim. Karel er með mikið keppnisskap og það sést best hvernig hann undirbýr sig fyrir mót. Karel er mikil fyrirmynd annarra íþróttamanna, en hann hjálpar til við öll mót og sýnir góðan anda í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur er viðkemur íþróttinni. Er gífurlega snöggur, sterkur og með skarpar hreyfingar og kominn með mikla keppnisreynslu fyrir svona ungan keppanda. Hann er í dag einn efnilegasti og besti taekwondo keppandi sem Ísland á. Karel er að fara á erfiðustu mót heims á næstunni og mun án vafa standa sig með prýði. Nánar um árangur Karels 2013 má sjá hér.

Íþróttamenn sem tilnefndir  voru og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2013:

Hafsteinn Rúnar Helgason - knattspyrnumaður BÍ/Bolungarvík
Karel Bergmann Gunnarsson - taekwondomaður
Rúnar Ágúst Pálsson - körfuknattleiksmaður
Sindri Lars Ómarsson - knattspyrnumaður
Svanfríður Steingrímsdóttir - sundkona
Þór Ríkharðsson - kylfingur

Sigurður Þorkell Jóhannsson hlaut viðurkenningu frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf  að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024