Svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna til Reykjanesbæjar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti hjúkrunarheimilin í Reykjanesbæ, hjúkrunardeildina á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og aðgerðastjórn almannavarna á slökkvistöðinni í Reykjanesbæ í gær. Forsetafrúin, Eliza Jean Reid, var einnig með í för og yngsta dóttir þeirra hjóna, Edda Margrét.
Með heimsókn sinni vildi forsetinn sýna íbúum hjúkrunarheimilanna smá hlýju í því ástandi sem nú ríkir og kynna sér ástandið af eigin raun. Ferðalagið hófst á Hlévangi, þaðan var farið á Nesvelli en á þessum stöðum eru rekin hjúkrunarheimili Hrafnistu. Frá Hrafnistuheimilunum var farið á hjúkrunardeld HSS.
Í heimsókninni í aðgerðamiðstöð almannavarna fékk Guðni einnig að vita stöðu mála frá fyrstu hendi, en mikið hefur mætt á viðbragðsaðilum síðustu sólarhringa og í raun í margar vikur vegna endurtekinna umbrota við Grindavík.
Svipmyndir frá heimsóknni eru í myndasafni hér að neðan.
.