Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Svipmyndir frá 17. júní á ljósmyndavef Víkurfrétta
Fimmtudagur 18. júní 2009 kl. 15:57

Svipmyndir frá 17. júní á ljósmyndavef Víkurfrétta

Svipmyndir frá hátíðarhöldum 17. júní hafa verið settar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vf.is. Hátíðarhöldin í Reykjanesbæ voru með hefðbundnu sniði í ár en skemmti- og hátíðardagskrá fór fram á ráðhústorginu og í skrúðgarðinum. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, hefur tekið saman myndasafn frá deginum og er það komið inn á vefinn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðmund Rúnar Júlíusson troða upp á hátíðarsviðinu í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Guttinn stóð sig vel, enda á hann ekki langt að sækja hæfileika sína, en hann er barnabarn og alnafni rokkarans Guðmundar Rúnars Júlíussonar heitins.

Myndir frá Grindavík koma í myndasafn síðar í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024