Svipmyndir af gærum, glimmer og gaddavír
Gærur, glimmer og gaddavír var sýnt öðru sinni í Andrews leikhúsi í gærkvöldi. Þar er farið í tímaferðalag um tónlist og tíðaranda áratugarins 1970 – 1980 en alls taka 30 tónlistarmenn af Suðurnesjum þátt í sýningunni. Hilmar Bragi var með myndavélina á sýningunni í gærkvöldi og hafa myndir verið settar í myndasafn hér.
Lokasýning verður sunnudaginn 2. september kl. 20:00.
Uppselt og aukatónleikar
Nú er orðið uppselt á söngsýninguna Með blik í auga II í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú á sunnudagskvöldið kl. 20:00. Til að bregðast við miklum áhuga á sýningunni hefur verið blásið til frekari sóknar og boðaðir aukatónleikar á sunnudaginn kl. 16:00.
Miðasala er á midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.