Svínið býður busa velkomna
Nýnemar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru boðnir velkomnir í skólann með hinni árlegu busavígslu í morgun. Þeir voru leiddir ofan úr skóla niður að planinu fyrir framan 88-húsið þar sem þau voru látin ganga í gegnum misskemmtilegar hremmingar eins og að taka vænan gúlsopa af lýsi, stökkva ofan í kar fullt af vatni og kyssa svínshausinn.
Engum var þó meint af volkinu og geta huggað sig við það að þau fá að hafa hlutverkaskipti við „Kvalarana“ áður en langt um líður.
Fleiri myndir eru væntanlegar í veglegt myndasafn hér á vf.is á morgun.