Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 12. september 2002 kl. 12:47

Svínarí, rósir og blátt bað!

Hin árlega busavígsla Fjölbrautaskóla Suðurnesja stendur nú yfir í Bláa lóninu í Svartsengi. Farið var með tvær fullar rútur af busum í Bláa lónið þar sem mannskapurinn nýtur lífsins undir tónum frá Buttercup. Þá fengu allir rauðar rósir frá nemendafélaginu.Hins vegar þurftu busarnir að smella kossi á svínshaus og sumir hverjir gáfu svíninu rennblautan koss eins og hér sést. Fleiri myndir frá busavígslunni væntanlegar, m.a. á Kapalrás Víkurfrétta í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024