Svíf þú blær
Vortónleikar þriggja kóra, frá Söngsetri Estherar Helgu, verða haldnir laugardaginn 6. maí í Kópavogskirkju kl. 13:30 og í Grindavíkurkirkju kl. 17 sama dag.Kórarnir sem taka þátt í tónleikunum eru Regnbogakórinn, sem er samkór frá Reykjavík, Léttur sem Klettur, sem er starfsmannakór Rauða Kross Íslands og Brimkórinn, sem er samkór frá Grindavík. Um 100 söngvarar munu þenja raddböndin á tónleikunum en á dagskránni eru létt og skemmtileg erlend og íslensk sönglög, ásamt syrpu úr kvikmyndunum Sister Act II og Gospel.Stjórnandi kóranna er Esther Helga Guðmundsdóttir og undirleikari er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Aðgangseyrir er 500 krónur.