Sviðaveisla Keflavíkur í kvöld
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun reiða fram alvöru sviðaveislu í kvöld í félagsheimili Keflavíkur að Sunnubraut 34. Sviðaveislan hefst kl. kl. 19.30 en húsið opnar 18.30.
Framreidd verða bæði heit og köld svið ásamt dýrindis meðlæti. Látum ekki þjóðlegan herramannsmat íslenskra forfeðra vorra framhjá okkur fara, segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni en þeir sem vilja taka þátt í veislunni fá nánari upplýsingar hjá: Ólafur Ásmundsson - s: 664-0375 - [email protected] og hjá Birgir Már Bragason - s: 618-5155 - [email protected]