Sviðamessa Lions í kvöld - Opin fyrir alla
Sviðamessa Lionsklúbbs Grindavíkur verður haldin á Sjómannastofunni Vör föstudaginn 26. október. Messan hefst kl. 19.30. Miðaverð er 4.000 og eru allir karlpungar, hvort sem þeir eru félagar í Lions eða ekki, hjartanlega velkomnir. Miðar eru seldir í verslun N1 í Grindavík.
Dagskrá:
Anna Svava Knútsdóttir messar yfir mannskapnum. Kirkjukór Grindavíkur syngur létt lög. Hljómsveit Jussanam DA Silva og Gola tríó sér um fjörið (Halldór Lárusson og vinir).