Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sviðamessa Lions á föstudaginn - Opin fyrir alla
Myndir af vef Grindavíkurbæjar.
Þriðjudagur 23. október 2012 kl. 10:41

Sviðamessa Lions á föstudaginn - Opin fyrir alla

Sviðamessa Lionsklúbbs Grindavíkur verður haldin á Sjómannastofunni Vör föstudaginn 26. október. Messan hefst kl. 19.30. Miðaverð er 4.000 og eru allir karlpungar, hvort sem þeir eru félagar í Lions eða ekki, hjartanlega velkomnir. Miðar eru seldir í verslun N1 í Grindavík.

Dagskrá:
Anna Svava Knútsdóttir messar yfir mannskapnum.
Kirkjukór Grindavíkur syngur létt lög
Hljómsveit Jussanam DA Silva og Gola tríó sér um fjörið (Halldór Lárusson og vinir)


Síðasta laugardag voru Lionsfélagar á fullum að svíða sviðakjammana fyrir sviðamessuna og eins og sjá má á þessum myndum voru þarna vanir menn að verki enda sumir Lionsfélaga búnir að gera þetta í áratugi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024