Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sveppi tekur á móti bíógestum í Keflavík
Laugardagur 11. september 2010 kl. 13:22

Sveppi tekur á móti bíógestum í Keflavík

Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, ætlar að taka á móti bíógestum Sambíósins í Keflavík í dag fyrir sýninguna klukkan 2 á ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERBERGIÐ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um myndina:

Sveppi, Villi og Gói mæta aftur í frábærri nýrri íslenskri ævintýramynd fyrir allan aldur. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið er jafnframt fyrsta íslenska þrívíddarmyndin. Pabbi hans Sveppa er að fara á gamalt hótel úti í sveit til að skrifa bók og Sveppi og Villi uppgötva að ekki er allt sem sýnist á hótelinu. Hlæjandi draugur, álög og pirruð hótelstýra halda þeim á tánum og svo slæst Gói óvænt í hópinn til að hjálpa þeim í ævintýrinu. Alíslensk ævintýramynd fyrir alla, unga fólkið, pabba og mömmu og afa og ömmu.

Sýningartímar í SAMbíóunum Keflavík um helgina:

Laugardagur og sunnudagur : 2 – 4 – 6 – 8