Svenni Björgvins gefur út nýtt lag „Sporin þín“ til minningar um Rúnar Júlíusson
Fyrir tíu árum síðan eða árið 2008, samdi Svenni Björgvins lag á dánardegi Rúnars Júlíussonar og tíu árum seinna, árið 2018 samdi Svenni texta við lagið. Svenni segir að lagið hafi alltaf verið að bíða eftir réttu röddinni en Arnar Dór sér um sönginn í laginu.
Lagið var hljóðritað í byrjun árs 2018 og í dag, 13. apríl er það gefið út, á afmælisdegi Rúnars Júlíussonar heitins. Myndbandið við lagið var tekið upp á sviði Ráarinnar en þar steig Rúnar sín síðustu spor á uppskeruhátíð Geimsteins, rétt fyrir andlát sitt. Með þeim Svenna og Arnari, spila synir Rúnars, Baldur og Júlíus. Hér að neðan má heyra og sjá myndbandið við lagið „Sporin þín“.