Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 13:08

Sveitasæla á Ströndinni

Gisting Austurkot á Vatnsleysuströnd er heimililegt gistheimili skammt frá höfuðborginni og Keflavíkurflugvelli. Sólveig Bragadóttir er bústýra þar en heimilið opnaði 14. júní sl. Í boði eru upp á búin rúm, aðgangur að baði og eldhúsi og morgunmatur ef fólk vill. „Hingað hafa komið bæði erlendir og íslenskir ferðamenn og mér sýnist að fólk nýti sér þetta gjarnan ef það er að fara í flug, en það tekur aðeins um 15 mínútur að aka héðan til flugstöðvarinnar“, segir Sólveig. Sólveig vill þó leggja áherslu á að það sé síður en svo slæmt að gista á ströndinni lengur en eina nótt, því þar sé úrvals aðstaða og ýmislegt hægt að gera sér til dundurs, og umhverfið er einnig mjög fagurt. „Það er stutt í alla þjónustu, en í Vogunum er góð sundlaug, verslun, hárgreiðslustofa og fleira. Bláa lónið er ekki langt frá og við erum með góða aðstöðu fyrir hestamenn. Hér er hesthús sem þeir geta fengið afnot af, og það er t.d. tilvalið fyrir hestafólk af höfuðborgarsvæðinu að koma hingað í dagsferð og gista eina nótt, því reiðleiðin er mjög skemmtileg“, segir Sólveig og bætir við að barnafólk sé meira en velkomið sem og fólk sem vill hvíla sig á skarkala borgarinnar og slaka á í sveitasælunni. Netfang: [email protected], sími: 424-6833 og 692-3702.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024