Sveitarfélagið Vogar 120 ára
Vogabúum var boðið til kaffisamsætis í Álfagerði í dag í tilefni af 120 ára afmæli sveitarfélagsins. Var margt um manninn í dag í sölum Álfagerðis þar sem boðið var upp á gómsætar rjómatertur. Þótti vel til fundið að halda upp á afmælið í framhaldi af hinum árlega fjölskyldudegi í gær, bæjarhátíð þeirra Vogamanna.
Sveitarfélagið Vogar varð til við nafnabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2006, en um aldir hafði sveitarfélagið gengið undir nafninu Vatnsleysustandarhreppur. Elstu heimildir um Vatnsleysustrandarhrepp eru í landamerkjalögum frá 1270 og má því ljóst vera að hreppurinn er eitt elsta sveitarfélag landsins.