Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sveitamarkaður í Landnámsdýragarðinum
Þriðjudagur 14. júní 2011 kl. 09:10

Sveitamarkaður í Landnámsdýragarðinum

Sveitamarkaður verður í Landnámsdýragarðinum á þjóðahátíðardeginum. Í fyrra var slíkur markaður haldinn í garðinum og þótti takast nokkuð vel.

Áhersla er lögð á að bjóða upp á söluvarning sem tengist með einum eða öðrum hætti sveitinni, sjónum og /eða náttúru landsins. Reykjanesbær leggur til nokkur sölutjöld, borð og aðgang að rafmagni, allt án endurgjalds.

Markaðurinn verður opinn frá kl. 11:00-17:00.

Áhugasamir seljendur eru beðnir að skrá sig hjá þjónustveri Reykjanesbæjar í síma 421-6700.

Panta þarf svæði fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 15. júní.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024