Sveik Hallgerður Gunnar?
Nú var að ljúka 7 vikna Njálunámskeiði á Bókasafni Reykjanesbæjar en bókasafnið hefur undanfarin ár staðið fyrir ýmsum bókmenntauppákomum, m.a. fornsögunámskeiðum. Íslenskukennarinn góðkunni, Þorvaldur Sigurðsson var fenginn til að leiða námskeiðin og hafa þau vakið mikla lukku. Á fyrsta námskeiðinu var lesin Laxdæla, síðan var Egla lesin og nú síðast Njála. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og síðasta námskeið sprengdi í raun utan af sér húsnæði bókasafnsins þegar rúmlega 40 manns mættu og vildu lesa Njálu með Þorvaldi. Og nú spyr fólk, hvaða saga verður tekin næst fyrir?