Svartholið opnað
Svartholið, hjólabretta- og línuskautaaðstaða 88 Hússins og Fjörheima var formlega vígð síðasta föstudag. Fjölmenni var viðstatt opnunina og á aðstaðan örugglega eftir að falla vel að þörfum bretta- og línuskautafólks í Reykjanesbæ.
Svartholið er opið alla daga frá 14-18 og 20-22 eða í samræmi við lög og útivist barna og ungmenna. Nauðsynlegur öryggisbúnaður eru hjálmar o.þ.h. Foreldrar eru beðnir að brýna notkun hjálma fyrir börnunum. Hægt er að fá lánaða hjálma hjá starfsfólki 88 Hússins.
Myndir/ www.reykjanesbaer.is