Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Svarta pakkhúsið: Jólamarkaður um helgina
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 13:52

Svarta pakkhúsið: Jólamarkaður um helgina

Jólagjafahandverksmarkaður verður haldinn í Svarta Pakkhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 4. desember milli klukkan 13 til 17.

Eftir frábærar viðtökur á jólagjafamarkaði okkar þann 6. nóvember höfum við ákveðið að halda aftur markað 4. desember. Í fremri sal höfum við fengið til liðs við okkur Ásthildi grasalækni, Bergþóru blómaskreyti, Ólaf með náttúrusápur, Kvenfélagið með jólakort og fleiri og fleiri til að kynna sínar vörur.
Í okkar sívinsæla innri sal verður að venju frábært úrval af handunnum gjafavörum á góðu verði og í tilefni dagsins verðum við með 10% afslátt af öllum vörum í innri sal. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að koma að skoða fjölbreytt íslenskt handverk og versla jólagjafir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þess má geta að þeir sem versla við okkur býðst að skrá sig í lukkupott Svarta Pakkhússins þar sem þrír heppnir vinningshafar verða dregnir út 4. desember og fá þeir glæsilega vinninga. Heitt verður á könnunni og piparkökur í boði hússins. Við hlökkum til að sjá sem flesta líta við og njóta jólastemningarinnar með okkur.