Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 19. nóvember 1998 kl. 23:09

SVARTA PAKKHÚSIÐ

Um helgina opnar Félag myndlistarmanna nýjan sýningarsal að Hafnargötu 2, sem félagið fékk afhent í nóvember s.l. af Reykjanesbæ, til eigin afnota fyrir starfsemi félagsmanna, Sýninga- og námskeiðshalds. Félagsmenn hafa sjálfir unnið að standsetningu húsnæðisins sem hlotið hefur nafnið „Svarta pakkhúsið“, en það er tilvitnun í gamalt nafn á húsi sem áður stóð á sama stað. Húsið opnar með einkasýningu Jóhanns Maríussonar á höggmyndum hans sem unnar eru í tré í bland með öðrum náttúruefnum s.s. gleri, málmi, steinum og beinum. Jóhann er sjálfmenntaður listamaður en naut góðrar tilsagnar Ralf Hurst, sem er vel þekktur listamaður á suðaustur strönd Bandaríkjanna, er Jóhann dvaldi ytra við nám Jóhann var einn af fyrstu meðlimum félagsins sem kom sér upp vinnuaðstöðu í núja húsnæðinu, það er því vel við hæfi að hann sé einnig sá fyrsti sem opnar sýningu þar. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhanns en hann hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og einnig á Florida. Þetta er sölusýning og er hún opin 21. nóvember til 6. desember. Aðgangur er ókeypis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024