SVART OG SYKURLAUST
Hagkaup í „nýja“ miðbæinnHagkaup hefur sýnt „nýja“ miðbæ Keflavíkur áhuga en eins og sagt var frá í Víkurfréttum nýlega kynnti Bjarni Marteinsson, arkitekt hugmynd sína að nýjum stærri miðbæ með yfirbyggðri göngugötu og auknu verslunarrými. Í hugmyndum Bjarna er gert ráð fyrir stórum aðila á sviði matvöruverslunar. Hagkaup hefur lengi lýst yfir áhuga sínum á að byggja í Reykjanesbæ, hefur m.a. sótt um byggingarleyfi á sömu lóð og Samkaup...Í hund og kött í GrindavíkÞað er óhætt að segja að umræður í bæjarráði Grindavíkur hafi farið í hund og kött í síðustu viku. Fyrst fór fram umræða um kattahald og var henni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Að því loknu var tekin til umræðu hækkun á hundaleyfisgjaldi. Ráðið samþykkti að vísa til bæjarstjórnar 20% hækkun á hundaleyfisgjaldi..Enn einn ÍslandsmeistaratitillinnBöðvar Jónsson, bæjarfulltrúi (D) sagði á bæjarstjórnarfundi að hann hefði séð leiksýninguna Stæltir stóðhestar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Sýningin hefði gengið mjög vel og hlotið frábærar viðtökur hjá tæplega 800 áhorfendum. Í lok hennar risu áhorfendur úr sætum og hylltu leikarana. Böðvar sagðist hafa fyllst miklu stolti og vildi koma á framfæri hamingjuóskum og Kjartan Már Kjartansson (B) bætti um betur og sagði að þarna hefði Reykjanesbær eignast enn einn Íslandsmeistarann því félagið hefði verið valið úr stórum hópi leikfélaga til að sýna á stóra sviðinu...Skilmerkilegar fundargerðir?Lesning fundargerða hinna ýmsu nefnda og ráða sveitarfélaganna á Suðurnesja er kaffidrykkjuhvetjandi svo ekki sé meira sagt. VF-menn reyna eftir mætti að lesa úr mismunandi vel fram settum fundargerðum og hafa þaðan fréttir sem áhrif hafa á íbúa Suðurnesja. Framkvæmda- og tækniráðs Reykjanesbæjar átti fund þann 4. maí sl. Á dagskrá voru tvö mál, (1)Innra starf ráðsins og (2) önnur mál. Fréttakræsingar fundargerðarinnar voru síðan, í öllu sínu veldi: 1. mál: Lögð fram gögn,sjá fylgiskjal bls. 1-42. mál: Töluverðar umræður urðuum önnur mál.Takk fyrir Framkvæmda- og tækniráð. Gott að fá svona skilmerkilegar upplýsingar.