SVART OG SYKURLAUST
Beint í apótekiðÁ fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag fór fram fyrsta umræða um ársreikninga bæjarfélagsins 1998. Guðmundur Kjartansson, endurskoðandi hjá Deloitte&Touche, útskýrði reikningana fyrir viðstöddum og fór hratt yfir sögu eins og fagmanna er siður. Jóhann Geirdal, oddviti minnihlutans, var fljótur að sjá vankantana og sagði það hreinlega kalla fram þunglyndi að skoða ársreikningana því nú þegar væri ljóst að 129% tekna færu í útgjöld og hann sæi ekki betur en sú prósenta ætti eftir að hækka. Framundan er nánari skoðun bæjarfulltrúana á ársreikningunum og því spurning hvort þunglyndislyf þurfi á línuna. Ánægður með körfunaEllert Eiríksson, bæjarstjóri, vakti máls á úrslitaviðureignum Keflvíkinga og Njarðvíkinga í körfuknattleik. Sagði hann rimmuna hafa verið skemmtilega, spennandi og bæjarbúum til framdráttar. Þá sagði hann viðhorf leikmanna í viðtölum, gagnvart bæjarfélaginu, hljóta að vera umfjöllun sem bæjarfélagið nyti góðs af. Háskólanám á ferðamálabrautSveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi, var að vonum ánægð með samstarfssamning F.S, M.O.A og Háskólans á Akureyri varðandi fjarnám á háskólastigi. Hún lagði til að gengið yrði í það að koma á háskólanámi á ferðamálabraut. Hvergi á landinu væri jafngóðar aðstæður til slíks náms og einmitt hér.Geirdalinn vakandiJóhann Geirdal var sannarlega vakandi yfir vanköntunum. Hann benti á klúður í uppsetningu á afgreiðslu bæjarráðs á samkomulagi Hitaveitu Suðurnesja og sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fékk því vísað aftur til bæjarráðs. Þá var hann ekki sáttur við fundargerð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og fannst orðalagið „að fara inn á“ þetta eða hitt málefnið ekki vera við hæfi sem er rétt.