Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 2. febrúar 2001 kl. 09:54

Svart og sykurlaust

Nýjir læknar til Grindavíkur
Jón Benediktsson hefur verið ráðinn yfirlæknir í fullt starf á Heilsugæslustöðinni í Grindavík og Ragnar Gunnarsson læknir í 50% stöðu.
Á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, eru læknarnir boðnir velkomnir til starfa og þykir bæjarbúum mikill fengur af þeim, þar sem ráðning þeirra bætir læknisþjónustuna töluvert í plássinu.

Skot í myrkri
Á meðan Grindvíkingar kætast yfir nýju læknunum sínum þá brosa þeir í kampinn sem voru á þorrablóti UMFN og kvenfélagins í Stapa um daginn. Stefáni Bjarkasyni,var tíðrætt um bókaskrif bæjarfulltrúa og lagði til að Ólafur Thordersen ætti að skrifa bók. Sú ætti að heita Skot í myrkri, en eins og allir vita þá er Óli annálaður handboltaáhugamaður sem gefst aldrei upp. Hitt er annað mál hvort hann hitti í mark?

Leiksigur Maríu
...nóg um bæjarfulltrúa og þorrablót. María Rut Reynisdóttir, eiginkona Friðriks Friðrikssonar leikara úr Njarðvíkunum, skaut bónda sínum ref fyrir rass þegar hún lék eitt aðalhlutverka í sjónvarpsmyndinni Eitur sem sýnd var á RÚV um helgina. Þar lék hún unnustu ungs skálds sem vissi ekki hvort hann væri að koma í eða fara úr sambandinu...

Njarðvískur frumskógarfursti
Skemmst er frá því að segja að María Rut stóð sig með stakri prýði. Eiginmaðurinn er örugglega stoltur af spúsu sinni, en hann fer nú með aðalhlutverkið í barnaleikritinu Móglí sem sýnt er á sviði Borgarleikhússins um þessar mundir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024