Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 15:11

Svart og sykurlaust

Villta vestrið og fjölskyldulotterí Umræðan um lóðaskort í Reykjanesbæ varð nokkuð hávær á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Minnihlutamenn bentu á að dæmi væru um að heilu fjölskyldurnar sóttu um sömum lóðina til að meiri líkur væru á að tiltekinn fjölskyldumeðlimur hreppti hnossið. Lóðaúthlutun ætti að vera með sama hætti og í Villta vestrinu í gamla daga. Þá fékk mannskapurinn fána, stillti sér upp við rásmarkið og stakk fánanum í þá lóð sem það náði á undan öðrum. Sá á lóð sem sneggstur er að hlaupa, en ekki sá sem á stærstu fjölskylduna. Gamla Framsóknarklíkan Ólafur Thordesen (J) sagði að mikið væri um að fólk kvartaði yfir því við sig að það vantaði lóðir. Kjartan Már Kjartansson (B) greip þá frammí fyrir Ólafi og benti honum á að láta þetta fólk tala við sig. „Gamla góða Framsóknarklíkan“, heyrðist þá í Ólafi og greina mátti örlítinn öfundartón í rödd hans. Böddi í Pollý-Önnu leik Böðvar Jónsson (D) lét í sér heyra, eins og fleiri þegar lóðamálin bar á góma. Hann benti fundarmönnum á að hætta að kvarta og kveina því það væri gott að hafa góð vandamál. Þá ráku fundarmenn upp stór augu. Jú, Böðvar skýrði mál sitt á þann veg að þegar 20 manns sækja um 2 lóðir, þá væri vandamálið gott, en þegar tveir einstaklingur sækja um 20 lóðir þá væri vandamálið ... væntanlega „vont“, samkvæmt skilgreingu Böðvars. Heimurinn væri örugglega betri ef allir væru eins jákvæðir og Böðvar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024