Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 13:34

Svart og Sykurlaust

Gefum hrossum pappír Ellert Eiríksson bæjarstjóri misskildi setningu í áætlun um Staðardagskrá 21 sem var „við endurvinnum pappír og brauðafganga gefum við hestunum.“ Ellert náði með einhverjum hætti að lesa þetta með þeim hætti að gefa ætti blessuðum hrossunum pappír og brauð. Kjartan Már (B) leiðrétti þennan undarlega misskilning bæjarstjóra sem ítrekaði þá að það væri samt frábær lausn ef hægt væri að láta hestana éta allan afgangspappír. Ellert alltaf með sparnaðinn í fyrirrúmi. Tölvurnar alltaf í gangi Ellert bæjarstjóri lét ekki þar við sitja og benti á að venja væri að hafa tölvur í skólum bæjarins í gangi allan sólarhringinn. Kjartan Már (B) benti þá á að tölvur þyldu það alveg að vera skildar eftir í gangi og að töluverð orka færi í ef þær væru allar ræstar daglega. Ellert sætti sig við þessi málalok með bros á vor. Mengun frá sjúkrahúsinu Mengunar- og umhverfismál voru Ólafi Thordersen (J) ofarlega í huga á síðasta bæjarstjórnarfundi. Hann upplýsti bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar um það að hvorki meira né minna en 50 tonn af sorpi hefðu komið frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á síðasta ári og 330 kíló í síðustu viku. Óli ætti að vita hvað hann er að tala um... Óli í Höllinni ...og meira af Ólafi. Hann hefur staðið þétt við bakið á sínum mönnum í minnihluta bæjarstjórnar og mótmælt byggingu Reykjaneshallarinnar harðlega eins og sönnum krata sæmir. Óli er hins vegar alkunnur íþróttaáhugamaður og var mættur á æfingu í Höllinni með liði Njarðvíkur í fótbolta fyrir skömmu. Ætli félagar hans úr flokknum mæti á staðinn og hvetji Óla á næsta leik Njarðvíkur í „einnota“ Höllinni?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024