SVART OG SYKURLAUST
Nú eru á lokastigi sameining aðildafyrirtækja Keflavíkurverktaka og stofnfundur nýs félags verður að öllum líkindum í næstu viku. Heyrst hefur að fleiri en færri muni vilja komast í stjórn hins nýja fyrirtækis sem verður með sameiningunni þriðja stærsta verktakafyrirtæki landsins. Annar orðrómur sem gengið hefur milli manna er að öll mál verði krufin til mergjar eftir sameiningu þar á meðal launamál starfsmanna en það hefur alla tíð verið mikil eftirspurn eftir vinnu hjá fyrirtækjum Keflavíkurverktaka sem hafa greitt hátt kaup...