Svart leðrið og stálið kalt
Glæsilegir mótorfákar eru oft taldir vera vorboðar. Þegar fyrstu hjólin sjást á götunum veit fólk að vorið er að koma. Það er hins vegar spurning hvernig á að taka því þegar hjólin safnast saman síðsumars. Kannski er þetta eins og hjá farfuglunum - hjólafólkið hópast saman í síðustu ferðirnar og síðan eru hjólin sett inn í skúr.Svart leðrið og stálið kalt var áberandi á stæðinu við Fitja Grill þegar ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi mynd. Pulsa og Coke seldist sem heitar lummur hjá Heiðu og hennar fólki. Þá var sest á fákana, gefið hraustlega inn og þeyst af stað...
VF-mynd: Hilmar Bragi - fréttasíminn er 898 2222
VF-mynd: Hilmar Bragi - fréttasíminn er 898 2222