Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 23. september 1999 kl. 15:11

SVART & SYKURLAUST

Varamannafundur Það vakti athygli á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag að fimm aðalmenn af ellefu í bæjarstjórn voru fjarverandi og mættu því varamenn í þeirra stað. Þrír af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðismanna voru fjarverandi eða 60%. þetta voru þau Jónína Sanders, Björk Guðjónsdóttir og Þorsteinn Erlingsson en þau voru öll fjarverandi og erlendis. Hjá hinum meirihlutaflokknum, framsókn, var annar tveggja bæjarfulltrúa, Skúli Skúlason, ekki viðstaddur, í fríi erlendis. Hjá J-listanum vantaði Ólaf Thordersen í fjögurra manna hópinn. Svona afföll hafa ekki verið í bæjarstjórn lengi ekki síst þegar svo „heitt“ mál hefur verið til afgreiðslu... Óli sendur út? Eftir afgreiðsluna í bæjarstjórn fór sá orðrómur af stað að Ólafur Thordersen (J) hafi verið sendur til útlanda en hann fór og fylgdist með leik Reykjanesbæjarliðsins í körfubolta í London. Vitað var að Ólafur ætlaði að greiða atkvæði með tillögu að Jón Harðarson fengi vínveitingaleyfi. Fannst mörgum skrítið að hann skyldi fara út í ljósi þess að hann hafði ekki farið leynt með það að hann ætlaði að greiða leyfinu atkvæði sitt. J-listinn var eini þriggja flokkanna á fundinum sem var samstíga í málinu. Allir á móti. Eigandi staðarins hafði hins vegar gert sér vonir um tvö atkvæði frá þeim, Ólafi Thord og verkalýðsforingjanum Kristjáni Gunnarssyni en fékk ekkert... Bæjarstjórinn vill Whiskey Mörgum þótti tillaga Ellerts bæjarstjóra um tímatakmörkun vínveitingaleyfisins út í bláinn. Jóhann Geirdal sagði hana útúrsnúning og sagði að með henni væri verið að leysa eina vitleysu með annarri og skammaði bæjarstjórann fyrir þá skýringu að hann teldi í lagi að selja áfengi frá 12-20 vegna tengsla við íþróttakappleiki í sjónvarpi. Ellert svaraði að bragði og sagði það hræsni að viðurkenna ekki slík tengsl. Hvaða bæjarfulltrúar fá sér ekki bjór“, spurði hann. „Ég geri það sjálfur, þó ekki mikið. Ég fæ mér frekar Whiskey“, sagði hann og þá hlógu fundarmenn dátt... Óánægja Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins var ekki mikil ánægja meðal Sjálfstæðismanna með bæjarstjórann en hann ásamt Írisi Jónsdóttur voru á móti tillögunni sem gekk út á að veita fullt leyfi. Á meirihlutafundinum þar sem meirihlutaflokkarnir fara yfir málin fyrir hvern bæjarstjórnarfund var allt í lausu lofti hvernig taka ætti á málinu. Bæjarstjórinn sagðist koma með sanngjarna tillögu á fundinn þannig að menn mættu rólegir á hann. Þegar bæjarstjóri las upp tillöguna á bæjarstjórnarfundinum kom hún hins vegar hans mönnum algjörlega í opna skjöldu... Innkastarar Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í fyrradag voru kynntar nýjungar í veitingu vínveitingaleyfa þar sem hægt verður að sækja um lengri opnunartíma sem og að nú verður hægt að vera með vínveitingar fyrir utan staðina. Áhersla verður þó lögð á að gestir trufli ekki gangandi vegfarendur og munu veitingastaðirnir þurfa að fylgjast með því. Hingað til hafa skemmtistaðir haft dyraverði sem oft hafa verið kallaðir „útkastarar“. Nafnið á þeim sem munu sinna hinu starfinu hlýtur því að verða „innkastarar“..
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024