Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Svaraðu spurningum Gísla Marteins á Paddys
Miðvikudagur 16. maí 2012 kl. 13:14

Svaraðu spurningum Gísla Marteins á Paddys



Það er komið að síðast Paddys Pub-Quizi sumarsins að þessu sinni en þar er á ferðinni spurningarkeppni á léttu nótunum sem hefur notið vinsælda síðustu ár. Að þessu sinni verður spyrillinn af dýrari gerðinni, en það er enginn annar en Gísli Marteinn Baldursson sem mætir og eys úr viskubrunni sínum.


Veglegir vinningar verða í boði en sigurvegararnir fá armbönd á Keflavik Music Festival. Nýlega var hafin sala á miðum á hátíðina sem verður haldin dagana 7. - 10. júní. Einnig verður hellingur af verðlaunum í fljótandi formi.

Keppnin fer fram á morgun, fimmtudag og það eina sem þarf að gera er að mæta til leiks klukkan 21:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024