Svala og Eyþór heilluðu starfsmenn Isavia
Söngvararnir Svala Björgvinsdóttir og Eyþór Ingi heilluðu starfsmenn Isavia upp úr skónum þegar þau sungu fyrir þá á ParkInn hótelinu í Keflavík á Ljósanótt.
Svala söng ekki bara öll sín bestu lög heldur dró hún börn sem voru í áhorfendahópnum upp á svið. Eyþór Ingi er ekki síðri listamaður og hann flutti nokkur skemmtileg lög og lét sig ekki muna um að stilla sér upp í „sjálfu“ með aðdáenda úr hópi starfsmanna Isavia.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á þessum tónleikum sem voru í „fyrstu“ göngugötu á Suðurnesjum.