Svaka stuð hjá Reykjanesbæ - myndir
Það var mikið stuð og mögnuð stemmning á árshátíð Reykjanesbæjar en hún fór fram í Hljómahöllinni nýlega. Boðið var upp á skemmtilegar veitingar og nokkrir landsliðsmenn úr skemmtanabransanum mættu á svæðið. Gestir voru afar ánægðir með hvernig til tókst hjá Hljómahallarfólki og eins og sjá má á myndunum var fjörið mikið.
Hér eru nokkrar myndir en fleiri í myndasafni sem fylgir fréttinni.