Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Svaka Skutla!!
Þriðjudagur 27. apríl 2004 kl. 23:42

Svaka Skutla!!

Frá upphafi hefur æðsti draumur mannsins verið að fljúga í efstu himinsölum í félagsskap fuglanna. Í aldanna rás komu fram ýmsar misgáfulegar hugmyndir sem enduðu í besta falli með örkumli þar til Wrightbræður yfirstigu þyngdaraflið í upphafi síðustu aldar. Þeir mörkuðu upphafið á framþróun flugsins sem fleytti mannkyninu að lokum út yfir endimörk alheimsins.

Í upphafi 21. aldarinnar er þó ekki úr vegi að líta aftur á 100 ára þróunarvinnu og velta fyrir sér hvort eitthvað hefði mátt betur fara og jafnvel leggja línurnar fyrir næstu öld.
Oft er haft á orði að best sé að flækja hlutina sem minnst og í því tilliti er rétt að líta á flugið í sinni einföldustu mynd. Skutlan er frumútgáfa flugfarsins og er fullkomnlega rökrétt framhald að rannsaka möguleika á farþegaflugi með Skutlunni.

Starfsmenn Víkurfrétta tóku sig saman og ákváðu að reyna að marka nýja braut í flugsögunni og settu saman frumútgáfu að flugfari framtíðarinnar að því tilefni.
Víkurfréttaskutlan er 275 cm á lengd og sett saman á fréttastofu blaðsins á þriðju hæð. Hún var brotin saman í hefðbundnum stíl, sem var talinn henta best í þessum stærðarhluföllum og var, eftir gaumgæfilega úttekt, látin hefja sig til flugs fram af svölum skrifstofunnar og hljóðuðu varlegustu spár skutlusmiða upp á að húnn skildi taka við sér að loknu flugtaki og svífa mjúklega af sjálfsdáðum að minnsta kosti yfir að Nikkelsvæðinu.

Raunin varð þó önnur vegna óhagstæðra vinda og mældist heildarloftlína ferðalagsins um 1,2 metrar. Engu að síður hefur fyrsta skrefið verið tekið og nú er annara að fylgja í kjölfarið og skora Víkurfréttir sérstaklega á liðsmenn 70 mínútna á Popp Tíví að gera betur bæði í stærð skutlunnar sem og fluglengd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024