Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Súper sönghópur í jóla-Stapa
Emilía B. Óskarsdóttir, fyrrverandi Nælon söngkona heillaði tónleikagesti.
Fimmtudagur 10. desember 2015 kl. 17:00

Súper sönghópur í jóla-Stapa

Magnús Kjartansson og Sönghópur Suðurnesja gerðu stormandi lukku á jólatónleikum í Stapa sl. fimmtudagskvöld. Fjöldi einsöngvara ásamt strengjasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar voru með kórnum og úr varð úrvalsaðventukvöld í fimmtugum Stapa.

Magnús setti saman flotta sveit kórfélaga, einsöngvara og tónlistarmanna. Meðal söngvara var fyrrverandi söngkona úr stelpuhljómsveitinni Nælon og þá mundaði bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og bróðir Magnúsar fiðluna með strengjasveitinni. Ekki nóg með það heldur voru nokkrir meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands einnig í sveitinni. Gamli Keflavíkurbítillinn tjaldaði nánast öllu sem til var.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús er enginn byrjandi í þessum bransa. Það vita flestir. Hann fer að venju á kostum, ekki síður þegar hann talar og lýsir lögum. Magnús hefur á síðustu árum gert góða hluti með Sönghóp Suðurnesja en líklega eru þetta flottustu tónleikar sem hópurinn hefur haldið. Einsöngvarar voru Jana María Guðmundsdóttir, Bjarni Geir Bjarnason, Emilía B. Óskarsdóttir, Katrín Jóna Ólafsdóttir, Linda P. Sigurðardóttir og Mummi Hermanns. Í hljómsveit voru líka Ágúst Ingvarsson með áslátt og Ingólfur Magnússon lék á bassa. Það er líklega á fáa hallað þó maður gefi þeim Jönu og Emilíu auka prik fyrir sönginn. Þær voru frábærar.

Páll Ketilsson.

Sönghópurinn á sviðinu í Stapa.

Ungir nemendur úr strengjasveit Tónlistarskólans nutu sín og munduðu hljóðfærin.