Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagssveifla í Duus húsum
Kristín Birna Óðinsdóttir.
Miðvikudagur 26. mars 2014 kl. 09:13

Sunnudagssveifla í Duus húsum

Kristín Birna Óðinsdóttir söngkona og Helgi Már Hannesson píanóleikari halda tónleika í bíósal Duus húsa næstkomandi sunnudag. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.

Samstarf Kristínar og Helga hófst fyrir einu og hálfu ári síðan og eftir góðar undirtektir tónleikagesta bæði á Vesturlandi og í Reykjavík þá er stefnan tekin á Reykjanesbæ. Í boði að þessu sinni eru perlur eftir Cole Porter ásamt ýmsum öðrum uppáhaldslögum þeirra frá miðri síðustu öld bæði innlendum og erlendum. 

Kristín Borna og Helgi Már segja að tónlistarunnendur ættu ekki að missa af þessu tækifæri til að næra sálina á léttri Sunnudagssveiflu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miðasala er við innganginn.