Sunnudagsdrengir frá Manchester koma fram í Grindavík

Karlakórinn The Sunday Boys frá Manchester heimsækir Ísland og munu meðal annars halda tónleika  á menningarhátíð Grindavíkurbæjar í Grindavíkurkirkju föstudaginn 16. mars. Þessi líflegi hinsegin kór er með troðfulla efnisskrá af eyrna- góðgæti, þar á meðal bresk sönglög og þjóðlög frá Bandaríkjunum og Kanada. Á efniskránni eru verk eftir Britten, Williams, Ireland og Skempton. Auk þessa má heyra útsetningar á lögum Billy Joel, John Grant og Stephen Sondheim auk frumflutning efnis m.a. eftir stjórnandan Michael Betteridge.

Hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 2000 kr.