Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sungu fyrir bæjarstjóra
Þriðjudagur 9. desember 2003 kl. 17:07

Sungu fyrir bæjarstjóra

Árni Sigfússon bæjarstjóri fékk til sín góða gesti í morgun þegar börnin á leikskólanum Gimli heimsóttu hann færandi hendi.
Börnin færðu Árna jólakúlur sem þau höfðu unnið á leikskólanum og sungu fyrir hann jólalag. Árni ræddi við þau um hlutverk bæjarstjórans og komu fram nokkrar ábendingar frá börnunum um það sem betur mætti fara í bænum.
Börnin voru síðan leyst út með gjöf áður en þau héldu ferð sinni áfram um bæinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024